Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. maí 2015 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Snýst allt um að enda í öðru sæti
Wenger var stoltur
Wenger var stoltur
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger var í skýjunum eftir magnaða frammistöðu Arsenal gegn Hull City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sigurinn gefur liðinu byr undir báða vængi í baráttunni við Manchester-liðin um 2. sætið.

„Við áttum góðan leik og ég sá góða blöndu af einbeitingu, sjálfsöryggi og hæfileikum í okkar leik," sagði Wenger.

„Þetta snýst allt um að enda í öðru sæti. Ég tel okkur örugga með eitt af fjórum efstu sætunum og núna einbeitum við okkur að næsta leik því við ætlum að enda í öðru sæti.

„Það hjálpar einbeitingunni að vera í úrslitaleik bikarsins og við höfum sýnt miklar framfarir á tímabilinu.

„Jack Wilshere er kominn til baka úr meiðslum og átti góðar 25 mínútur á vellinum. Það var sparkað fast í Ramsey og hann er bólginn en ætti ekki að missa af næsta leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner