Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 04. maí 2016 18:15
Elvar Geir Magnússon
Álitsgjafar svara - „Endar illa fyrir Man Utd"
Mun Man Utd ná inn í topp fjóra?
Hinn umdeildi Van Gaal.
Hinn umdeildi Van Gaal.
Mynd: Getty Images
Enginn Meistaradeildarbolti á Old Trafford næsta tímabil?
Enginn Meistaradeildarbolti á Old Trafford næsta tímabil?
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net fékk vel valda álitsgjafa til að svara þremur spurningum varðandi enska boltann. Síðasta spurningin var hvort Manchester United myndi ná fjórða sætinu?



Einar Örn Jónsson, RÚV:
Já, já, segjum það bara. Eiga leik til góða á City og City á eftir að spila við Arsenal. Sem gallharður Nalli (þrátt fyrir allt) þá hlýt ég að spá því að Arsenal vinni City og United skjótist framúr grönnum sínum.

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins:
Nei, leiðindartímabil að baki hjá Man Utd sem endar illa fyrir félagið.

Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins:
Ég vona það svo sannarlega. Vona það sérstaklega vegna þess að þá náum við líklega að halda Van Gal í 1-2 ár. Þvílíkur entertainer. Enska deildin má ekki missa svona karaktera.

Hjörtur Hjartarson, Akraborginni:
Það tel ég afar ólíklegt. Að vísu á United eftir þrjá leiki sem allir eru vel “vinnanlegir” og Manchester City tapaði vissulega illa í síðustu umferð. Ég trúi því samt að hinir bláklæddu Manchester-menn klári sína leiki.

Benedikt Bóas Hinriksson, Morgunblaðinu:
Nei. Norwich og Bournemouth verða engin fyrirstaða en þeir tapa fyrir West Ham. Þar með endar liðið með 66 stig. Man City vinnur Swansea en tapar fyrir Arsenal. Endar með 67 stig sem er einu stigi meira en 66. Fimmta sætið er því þeirra og Van Gaal tekur pokann sinn.

Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli á Rás 2:
Það væri meira afrek en Leicester svo ég tel það ansi ólíklegt.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis:
Tel það frekar ólíklegt þó mig gruni að þeir nái 67 stigum.

Sjá einnig:
Hversu stórt er afrek Leicester?
Hver er leikmaður tímabilsins?
Athugasemdir
banner
banner
banner