Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. maí 2016 11:15
Magnús Már Einarsson
Aron Einar velur sitt draumalið
Lið Arons.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Arons. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Skjáskot - Draumaliðsdeild Eyjabita
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita hefst á laugardaginn og skráning í leikinn er í fullum gangi.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, hefur stillt upp sínu liði en það má sjá hér að neðan.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

„Ég vil byrja á að þakka Eyjabita fyrir að þetta í sínar hendur, enda meistarar að norðan. Þeir svöruðu greinilega kallinu eftir að ég tuðaðið á Twitter," sagði Aron.

Markmaður: Hver annar kemur til greina en Gulli vinur minn, hann átti sitt besta tímabil í fyrra og var einn stigahæsti leikmaður í deildinni, góður madur og enn betri markmaður. Sveinn tekur bekkinn, verður vonandi solid fyrir Stjörnuna, mjög líklega með sjálfstraustið í botni ef Siggi Dúlla er að taka einhver skot á hann á æfingum.

Varnarmenn: Tók eftir því að ég er bara með vinstri fótar menn fyrir utan Kára en hann er jafnfættur. Þurfa allir einn Kára í liðinu sínu. Fyrir utan hann þá eru allir stigaháir fram á við. Ívar tekur vonandi öll set pieces fyrir Vikes, Bjarni er í liðinu mínu enda með one hell of a six pack, Gunni er solid og ef þú ert kallaður Böddi löpp þá áttu heima í mínu liði.

Miðjumenn: Guðjón er í mínu liði svo ég fái ekki yfirdrull frá fjölskyldu meðlimum hans, svo er hann líka með ruglaðan hægri fót sem skilar alltaf stigum. Oliver er solid og mikilvægt fyrir Blika að hafa hann fit, mikilvægt fyrir hann líka að eiga gott tímabil í viðbóta heima til þess að komast aftur út sem er pottþétt hans markmið. Pablo er góður leikmaður sem hefur verið góður fyrir Stjörnuna en hann sá það að það er bara pláss fyrir einn kóng í Garðabæ og að er Dúllan. Guðmundur er seigur og þarf að stíga enn meira upp frá síðasta ári eftir að Aron fór í mennskuna.

Framherjar: Þórir er eldrauðhærður og það er nóg fyrir mig. Veigar er bara með það mikið quality að hann þarf að vera í liðinu. Lennon fær að vera með, valið stóð á milli Atla G, Gary Martin og Lennon. Ég sá að Gary Martin var að spila vinstra megin á móti KR á mánudaginn, hann á klárlega að vera uppi á topp þannig að hann kemur inn í liðið mitt ef hann fær að vera uppi á topp.

Sjá einnig:
Gummi Steinars velur sitt draumalið
Bjarki Már Elísson velur sitt draumalið
Athugasemdir
banner
banner