Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. maí 2016 09:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal íhugar að gera tilboð í Icardi
Powerade
Mauro Icardi orðaður við Arsenal.
Mauro Icardi orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Færir Ibe sig um set?
Færir Ibe sig um set?
Mynd: Getty Images
Það er komið að hinum sívinsæla slúðurpakka. Við lítum í ensku blöðin alla morgna og skoðum það bitastæðasta.

Arsenal íhugar að gera tilboð í argentínska sóknarmanninn Mauro Icardi (23) hjá Inter á Ítalíu. Icardi hefur í gegnum tíðina verið orðaður við flest stóru liðin á Englandi. (Mirror)

Belginn Thibaut Courtois (23), markvörður Chelsea, segir að hann verði áfram á Stamford Bridge þrátt fyrir áhuga Paris St-Germain. (Le Parisien)

Southampton hefur áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Ronald Koeman muni ekki framlengja samning sinn. Koeman á ár eftir en sögusagnir hafa verið um áhuga Everton og Arsenal. (Mirror)

Dómarinn Mark Clattenburg hefur sagt vinum sínum að hann hafi klúðrað málum á Stamford Bridge í leiknum gegn Tottenham. Clattenburg segir að hann hefði átt að vera strangari í upphafi leiks til að koma í veg fyrir að allt færi í rugl. (Star)

Mousa Dembele, miðjumaður Spurs, gæti fengið 10 leikja bann ef hann verður fundinn sekur um að pota í augu Diego Costa í leiknum. (Sun)

Bojan Krkic (25), framherji Stoke, er að verða mjög pirraður á litlum spiltíma eftir að hafa byrjað þrjá leiki síðustu þrjá mánuði. (Daily Mail)

Robert Huth (31), varnarmaður Leicester, fær að taka þátt í verðlaunaafhendingunni á laugardag þrátt fyrir að vera í banni í sjálfum leiknum. Leicester fær Everton í heimsókn. (Times)

Liverpool mun hlusta á tilboð í Jordon Ibe (20) í sumar en Watford, Arsenal og Tottenham hafa öll áhuga á vængmanninum. (Squawka)

Liverpool, Manchester City og Juventus vilja fá vængmanninn Jonathan Ikone frá PSG. Ikone er með auga fyrir mörkum en samningaviðræður við Frakklandsmeistarana hafa gengið illa. Ikone verður 18 ára á mánudag. (Mail)

Rangers vill kaupa vængmanninn Ben Pringle (26) frá Fulham. Leikmaðurinn er á láni hjá Ipswich. (Express)

Kínverskir fjárfestar eru að fara að taka yfir AC Milan og munu reyna að fá leikmenn úr kínversku Ofurdeildinni. Jackson Martinez, Ramires og Alex Teixeira eru þar nefndir. (Gazzetta World)

Peter Shilton, fyrrum markvörður enska landsliðsins, telur að Jamie Vardy (29) hjá Leicester og Harry Kane (22) hjá Tottenham eigi að vera á undan Wayne Rooney (29) í byrjunarliði Englands á EM í sumar. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner