Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. maí 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Real Madrid eða Man City í úrslit?
Mynd: Fótbolti.net
Fer Real Madrid í úrslitin?
Fer Real Madrid í úrslitin?
Mynd: Getty Images
Sigurbjörn Hreiðarsson og Tryggvi Guðmundsson spáðu báðir rétt fyrir um sigur Bayern á Atletico Madrid. Þeir voru þó ekki með rétta markatölu og fá því eitt stig hvor.

Í kvöld ræðst hvort Real Madrid eða Manchester City fari í úrslitin en staðan þar er markalaus eftir fyrri leikinn.

Skiptar skoðanir eru um það hvernig leikurinn fer í kvöld en hér að neðan er spáin.

Sigurbjörn Hreiðarsson:

Real Madrid 2 - 2 Manchester City
Verður magnaður leikur þar sem city skorar 1-0 og allt verður brjálað. Ronaldo mætir aftur til leiks og skorar tvö. City gefur allt í restina og nær jöfnunarmarki, fer áfram og við fáum athyglisverðan final.

Tryggvi Guðmundsson:

Real Madrid 2 - 0 Manchester City
Ronaldo & Co eru númeri of stórir fyrir Man City og við munum fá tvö lið úr sömu borginni úrslitaleik. City gætu nú alveg skorað gegn gangi leiksins líkt og Atletico í gær en ég á nú ekki von á því. Það yrði þá bara einu sinni og ekki nóg því Real gerir alltaf a.m.k. tvö mörk.

Fótbolti.net - Maté Dalmay:

Real Madrid 3 - 1 Manchester City
Það verður Madrídarslagur í Milanó í lok maí og allt brjálað. Ronaldo mun skora fyrsta mark kvöldsins snemma í kvöld. Aguero jafnar metinn snemma í upphafi seinni hálfleiks og setur heimamenn í óþægilega stöðu með útimarkinu. Gareth Bale verður hetjan í kvöld og tryggir Madrídinga í úrslitin með tveimur mörkum á síðasta korterinu. Ronaldo verður í fýlu yfir því.

Staðan (3 stig fyrir rétt skor - 1 stig fyrir rétt tákn)
Fótbolti.net - 26
Tryggvi Guðmundsson - 20
Sigurbjörn Hreiðarsson - 16
Athugasemdir
banner
banner
banner