Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 04. maí 2016 10:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 3. sæti
Alexander Aron Davorsson.
Alexander Aron Davorsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Einar Marteinsson.
Varnarmaðurinn Einar Marteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ? 
2. ? 
3. Afturelding 194 stig
4. KV 152 stig
5. Magni 150 stig
6. Vestri 133 stig
7. Höttur 116 stig
8. Völsungur 100 stig
9. Sindri 81 stig
10. Njarðvík 70 stig
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig  

3. Afturelding
Lokastaða í fyrra:
 6. sæti í 2. deild 

Þjálfarinn: Úlfur Arnar Jökulsson tók við þjálfun Aftureldingar í ágúst árið 2014. Úlfur hafði áður verið aðstoðarþjálfari liðsins. Úlfur hefur undanfarin ár einnig þjálfað 2. flokk Aftureldingar en hann starfaði áður hjá Fjölni.

Styrkleikar: Leikmannahópurinn hefur styrkst í vetur en Afturelding fékk meðal annars Bjarna Þórð Halldórsson frá Fylki sem og erlendu leikmennina Fernando Garcia Castellanos og Nik Chamberlain frá Leikni F. og Fjarðabyggð. Þá hefur liðið endurheimt heimamenn sem voru í liðinu þegar það var í efri hluta deildarinnar fyrir nokkrum árum. Hópurinn hjá Aftureldingu er einnig orðinn stærri en hann var í fyrra.

Veikleikar: Í fyrra vantaði sárlega stöðugleika í lið Aftureldingar en liðinu gekk illa að tengja saman sigra. Bjarni Þórður Halldórsson var að greinast með brjósklos og það er áfall fyrir Mosfellinga að hann verði frá keppni í byrjun móts. Lítil stemming hefur verið fyrir liðinu undanfarin ár, stuðningurinn ekki verið mikill og heimavöllurinn skilaði einungis fjórum sigrum í fyrra.

Lykilmenn: Bjarni Þórður Halldórsson, Ferran Garcia Castellanos, Nik Chamberlain.

Komnir:
Alexander Aron Davorsson frá Fram
Birgir Freyr Ragnarsson frá Hvíta Riddaranum
Bjarni Þórður Halldórsson frá Fylki
Fernando Garcia Castellanos frá Leikni F.
Nik Chamberlain frá Fjarðabyggð
Magnús Már Einarsson frá Leikni R.

Farnir:
Sigurbjartur Sigurjónsson í Hvíta Riddarann

Fyrstu leikir Aftureldingar:
6. maí KV – Afturelding
14. maí Afturelding – Ægir
21. maí Völsungur – Afturelding
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner