Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 04. maí 2016 17:36
Magnús Már Einarsson
Frá Jamaíka í Garðabæ: Maður veit aldrei hvar maður endar
Duwanye Kerr.
Duwanye Kerr.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mynd: Getty Images
„Þegar ég hugsaði fyrst um Ísland þá hugsaði um snjó og vatn en ekki svo mikið um fótbolta," sagði Duwayne Kerr, nýr markvörður Stjörnunnar við Fótbolta.net í dag.

Duwayne samdi við Stjörnuna í mars en hann kom ekki til landsins fyrr en í gær.

„Það var mikið af pappírsvinnu. Ég hafði ekki áhyggjur af því að þetta myndi ganga, þetta var meira spurning um hvenær. Sem betur fer er ég kominn hingað og ég ætla að gera mitt besta fyrir Stjörnuna," sagði Duwanye sem hefur kynnt sér lið Stjörnunnar á internetinu.

„Ég sá fögnin hjá strákunum á YouTube og þau eru nokkuð fyndin. Ég er til í að sjá einver af fögnunum í sumar en ekki öll," sagði Duwanye brosandi.

Áfall að fara úr hitanum á Jamaíka í kuldann í Noregi
Duwayne er frá Jamaíka en hann hefur undanfarin ár leikið í Noregi. Duwayne var hjá Sarpsborg en þar voru Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Guðmundur Þórarinsson, Haraldur Björnsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson á meðal liðsfélaga hans. Duwayne segist hafa vanist kuldanum í Noregi en fyrst um sinn hafi það verið erfitt eftir að hann kom úr sólinni á Jamaíka.

„Þetta var smá áfall. Ég kom úr 20-30 stiga hita yfir í frost. Það var ruglað," sagði Duwayne léttur í bragði.

Ánægður fyrir hönd Wes Mogan
Duwayne hefur verið í landsliðshópi Jamaíka en hann var ekki í síðasta hóp þar sem hann er félagslaus. Í landsliðshópi Jamaíka er einnig Wes Mogan, fyrirliða Leicester.

„Hann er mjög vingjarnlegur náungi. Ég óska honum til hamingju með að vinna titilinn. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Það er frábært að sjá Leicester ganga vel. Þetta sýnir að fótbolti snýst ekki bara um það hver á mest af pening. Þetta snýst um það sem þú gerir á leikdag," sagði Duwanye.

Duwanye segist vera opinn fyrir því að vera í Garðabænum í einhvern tíma. „Vonandi get ég verið hér í eitt eða tvö ár. Maður veit aldrei hvar maður endar í fótboltanum. Þetta snýst líka um hversu vel mér gengur hér," sagði Duwayne.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner