Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 04. maí 2016 06:00
Elvar Geir Magnússon
Fram tilbúið að lána Hilmar - Sigurður Hrannar farinn
Hér má sjá Hilmar í leik með Gróttu gegn Fram í fyrra.
Hér má sjá Hilmar í leik með Gróttu gegn Fram í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Varnarmaðurinn Hilmar Þór Hilmarsson hefur fengið leyfi til að fara á láni frá Fram út tímabilið. Hilmar hefur leikið sem vinstri bakvörður en félagið fékk í gær Sam Tillen í sínar raðir á lánssamningi frá FH.

Hilmar Þór lék með Gróttu í 1. deildinni síðasta sumar en hann hefur einnig leikið með Stjörnunni, Fjölni, Keflavík, Víkingi Ó. og Álftanesi. Hann er fæddur árið 1990 og hefur leikið 97 leiki í deild og bikar með þessum liðum og skorað fjögur mörk.

Hann gekk í raðir Fram í janúar.

Það hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópi Fram en markvörðurinn Sig­urður Hrann­ar Björns­son sem var hjá félaginu á láni frá Víkingi Reykjavík hefur rift samningi sínum við þá bláu og snýr því aftur í Víking en þetta kom fram á mbl.is.

Ítalski markvörðurinn Stefano Layeni kom til Fram í mars og er orðinn aðalmarkvörður liðsins.

Fram hafnaði í níunda sæti 1. deildar í fyrra en Ásmundur Arnarsson tók við þjálfun liðsins að tímabilinu loknu.
Athugasemdir
banner
banner
banner