Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. maí 2016 20:00
Jakob Hákonarson
Guus Hiddink: Leicester vildi mig
Hefði Hiddink geta gert mikið betur en Ranieri?
Hefði Hiddink geta gert mikið betur en Ranieri?
Mynd: Getty Images
Guus Hiddink segir Leicester hafa leitað til sín áður en þeir hafi talað við Claudio Ranieri.

Líkt og flestir aðdáendur knattspyrnunar vita, hefur Leicester tryggt sér Englandsmeistaratitilinn þetta árið undir stjórn Claudio Ranieri. Sem tók við liðinu eftir brottrekstur fyrrum þjálfara liðsins Nigel Pearson í júlí síðasta sumar.

Guus Hiddink, sem tók við tímabundnu stjórastarfi Chelsea af Jose Mourinho síðastliðinn Desember, sagði við hollenska blaðið De Telegraf: „Þetta er satt, Leicester töluðu við mig fyrir tímabilið."

"En ég hafði ákveðið að það væri komin tími á hvíld, og ég vildi því ekki taka neitt að mér," sagði Hiddink sem þá hafði verið ný hættur með Hollenska landsliðinu eftir að hafa mistekist að komast með liðið á Evrópumótið í sumar.

Vinskapur virðist þó ríkja milli þessara reynslumiklu stjóra því að á mánudagskvöld, samkvæmt Hiddink, á Ranieri að hafa hringt í hann til þess að þakka þeim fyrir þeirra þátt í tryggingu Leicester á Englandsmeistaratitilinum.

Athugasemdir
banner
banner
banner