Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 04. maí 2016 13:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Ingvar Kale gagnrýndur - Samherjar sagðir hafa áhyggjur
Ingvar Kale í leiknum gegn Fjölni.
Ingvar Kale í leiknum gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Valsmenn biðu lægri hlut 1-2 fyrir Fjölni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Ingvar Kale, markvörður Vals, hefur verið gagnrýndur fyrir að vaða út úr marki sínu og brjóta á mótherja svo dæmd var vítaspyrna. Úr spyrnunni skoraði Fjölnir fyrsta mark leiksins.

„Ingvar Kale gerir þessi afdrifaríku mistök, Valsmenn voru betri í þessum leik. Hann hefði étið þennan bolta í fyrra en er svona fimm kílóum þyngri en í fyrra," sagði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, í umræðu í Akraborginni á X-inu.

Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður 365 miðla, hefur ekki verið hrifinn af Ingvari í aðdraganda mótsins.

„Hann hefur verið skrítinn á þessu undirbúningstímabili. Ég spurði hann um daginn hvað væri í gangi? Hann hefur verið svo lélegur allt undirbúningstímabilið. Hann lofaði mér því að hann yrði klár 1. maí sem hann var greinilega ekki. Hann hefur aldrei verið eins lélegur á undirbúningstímabili," sagði Tómas.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að samherjar Ingvars hafi áhyggjur af frammistöðu hans.

„Ég veit að leikmennirnir hafa áhyggjur af þessu. Þið sjáð líka viðbrögðin hjá Hauki Páli. Þetta var uppsafnaður pirringur hjá fyrirliða liðsins. Þeir hafa augljóslega áhyggjur af þessu. Kale er ekki með neina samkeppni og þarf að gera eitthvað ævintýralegt til að detta úr liðinu og það er ekki hollt fyrir hann," sagði Tómas.

„Hann er venjulega mjög stöðugur markvörður og árangur hans sýnir að hann er búinn að vera einn af albestu markvörðum deildarinnar síðasta áratug."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner