Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. maí 2016 20:44
Jakob Hákonarson
Meistaradeildin: Real Madrid í úrslitaleikinn
Ronaldo á leið í enn einn úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Ronaldo á leið í enn einn úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Mynd: Getty Images
Real Madrid 1 - 0 Manchester City
1-0 Fernando ('20 , sjálfsmark)

Real Madríd og Manchester City áttust við í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk 0-0 og því allt í járnum þegar flautað var til leiks.

Madrídingar byrjuðu leikin mun betur og virtust vera meira tilbúnir í leikinn en City liðið. Náði Manchester City lítið að halda boltanum og komust Real Madríd menn ítrekað í færi. Real Madríd skapaði sér mun fleiri færi og jafnframt mun líklegri til þess að skora fyrsta markið.

Ronaldo, sem kom til baka vegna meiðsla, virðist hafa haft mjög gott af þessu fríi sínu og var fyrirferðamikill í sókn liðsins í fyrri hálfleik.

Kraftur heimamanna bar árangur þegar Carvajal hljóp upp hægri kanntinn og kom með fasta sendingu meðfram jörðinni inn í teyg þar sem að Gareth Bale var og tók hann við boltanum viðstöðulaust þar sem hann reyndi annaðhvort að koma boltanum fyrir eða reyna við skotið. Endaði tilraun Bale á því að fara í Fernando og flaug boltinn þaðan í stöngina og inn.

Það sem eftir leið af fyrri hálfleik var svipað upp á teningnum, Real Madríd hélt áfram að sækja og City vörnin hélt áfram að verjast vel, einna helst Joe Hart markvörður Manchester City.

1-0 var því staðan í hálfleik og því Real Madríd í ágætis stöðu í byrjun seinni hálfleiks. Eitt mark myndi samt nægja Manchester City til þess að komast áfram í úrslitaleikinn að því gefnu að Real Madríd myndi ekki skora annað.

Seinni hálfleikur einkenndist af góðum sóknarleik Real Madríd og jafnframt góðum varnarleik Manchester City.

Real Madríd héldu áfram að gera harða atlögu að marki City manna og þurfti Joe Hart að taka á honum stóra sínum til þess að halda sínu liði inn í keppnini.

Manchester City liðið hafði lítinn áhuga á að sækja að einhverju viti fyrr en um fimmtán mínútur voru eftir af leiknum en þá fóru þeir að færa sig framar á völlin í von um að geta jafnað leikinn.

Besta tilraun City manna í seinni hálfleik þegar Kun Aguero átti mjög gott skot rétt fyrir utan teyg þar sem litlu mátti muna að boltinn myndi syngja í netinu.

Manchester City reyndu allt hvað þeir gátu og sóttu hart að marki Madrídinga í von um að skora markið sem kæmi þeim alla leið í úrslitaleikinn. City menn náðu þó ekki að skora þetta mikilvæga mark og því Real Madrid komið í úrslit þar sem þeir mæta nágrönum sínum í Atlético Madrid í úrslitaleik meistaradeildarinnar líkt og í úrslitaleiknum árið 2014.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner