mið 04. maí 2016 19:15
Jakob Hákonarson
Nýr heimabúningur Chelsea fær misgóða dóma
Chelsea mun aftur spila í adidas
Chelsea mun aftur spila í adidas
Mynd: Getty Images
Diego Costa
Diego Costa
Mynd: Getty Images
Gary Cahill
Gary Cahill
Mynd: Getty Images
Náttföt?
Náttföt?
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur birt myndir af þeim heimabúning sem liðið mun spila í tímabilið 2016-17. Chelsea mun spila og frumsýna búningin í síðasta leik tímabilsins í leik gegn Leicester City.

Eftir birtingu búningsins hafa komið fram gagnrýnisraddir hvað varðar útlit og verð búningsins.

Nýji búningurinn mun kosta 90 pund eða tæplega 16.000 krónur og mun kosta aukalega fyrir að láta prenta á hann nafn og númer. Einnig verður hægt að kaupa eftirlíkingu á búningnum á 55 pund, tæpar 10.000 krónur.

Risa samningur Chelsea við Yokohama Tyres er enn í gildi og mun því þessi frægi dekkjaframleiðandi halda áfram að vera aðal auglýsing búningsins.

Óánægjan varðandi verð búningsins hefur verið mikið í umræðu á samfélagsmiðlum en einnig hefur búningnum verið líkt við náttföt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner