Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. maí 2016 10:21
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns í viðræðum við Randers
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Getty Images
Ólafur Kristjánsson er í viðræðum við Randers um að taka við liðinu í sumar en TV2 greinir frá þessu.

Colin Todd mun hætta sem þjálfari Randers þegar tímabilinu lýkur í lok mánaðarins.

Ólafur tók við FC Nordsjælland árið 2014 en var látinn fara þegar nýir eigendur tóku við félaginu í desember. Hann er í dag sérfræðingur í Pepsi-mörkunum á meðan hann er ekki í þjálfarstarfi.

Johnny Mølby, Thomas Thomasberg og Bo Henriksen koma líka til greina hjá Randers en sá síðastnefndi þjálfar í dag Horsens eftir að hafa á sínum tíma spilað með Fram, Val og ÍBV.

Samkvæmt frétt TV2 er Ólafur efstur á lista og Randers hefur rætt við hann. Ole Nielsen, yfirmaður íþróttamála hjá Randers, neitaði að tjá sig um málið.

Randers er í 7. sæti í dönsku úrvalsdeildinni og siglir þar lygnan sjó.
Athugasemdir
banner
banner
banner