Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. maí 2016 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 3. sæti
Leiknir sigraði Reykjavíkurmótið í vetur.
Leiknir sigraði Reykjavíkurmótið í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Bjarni Guðmundsson varnarmaður Leiknis.
Óttar Bjarni Guðmundsson varnarmaður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Arnarson.
Atli Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Kárason.
Kolbeinn Kárason.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Leiknir R. 207 stig
4. Þór 161 stig
5. HK 157 stig
6. Grindavík 141 stig
7. Fram 119 stig
8. Haukar 117 stig
9. Leiknir F. 73 stig
10. Selfoss 71 stig
11. Fjarðabyggð 42 stig
12. Huginn 41 stig

3. Leiknir R.
Lokastaða í fyrra: 11. sæti í Pepsi-deild
Leiknismenn spiluðu í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti í fyrra eftir að hafa unnið 1. deildina árið 2014. Liðið byrjaði mótið ágætlega í fyrra en síðan fór að halla undan fæti og fall varð niðurstaðan í næstsíðustu umferð. Leiknismenn leika því í 1. deildinni á nýjan leik í ár.

Þjálfarinn: Davíð Snorri Jónasson og Freyr Alexandersson hættu sem þjálfarar Leiknis eftir síðasta tímabil en þeir höfðu þá stýrt liðinu í þrjú ár. Kristján Guðmundsson var ráðinn þjálfari í þeirra stað. Kristján þjálfaði síðast Keflavík en hann hefur einnig þjálfað ÍR, Þór, Val sem og HB í Færeyjum.

Styrkleikar: Vörnin hjá Leikni var öflug þegar liðin fór síðast upp úr 1. deildinni og hún hefur verið afar þétt í vetur en liðið fékk til að mynda einungis tvö mörk á sig í Lengjubikarnum. Leiknishjatað er stórt í liðinu en margir leikmenn eru heimamenn sem hafa spilað með liðinu allan sinn feril. Leiknir tapaði einungis einum leik í Lengjubikar og Reykjavíkurmóti í vetur og mætir með sjálfstraust til leiks í sumar.

Veikleikar: Hilmar Árni Halldórsson og Sindri Björnsson eru farnir í lið í Pepsi-deildinni eftir að hafa verið í stórum hlutverkum hjá Leikni undafnarin tímabil. Sóknarleikurinn er spurningamerki en Hilmar hefur dregið vagninn í markaskorun og stoðsendingum undanfarin ár. Breiddin í hópnum er ekki mikil og lítið má út af bregða þegar kemur að meiðslum og leikbönnum.

Lykilmenn: Davi Silva, Halldór Kristinn Halldórsson, Óttar Bjarni Guðmundsson.

Gaman að fylgjast með: Daði Bærings Halldórsson er ungur og efnilegur miðjumaður sem hefur spilað talsvert í vetur. Fékk smjörþefinn af meistaraflokks fótbolta í fyrra og hefur verið í U19 ára landsliðinu.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Atli Freyr Ottesen í Leikni R. frá Stjörnunni á láni
Davi Wanderley Silva frá Brasilíu
Kári Pétursson frá Stjörnunni á láni
Ingvar Ásbjörn Ingvarsson frá FH á láni
Kristján Pétur Þórarinsson frá FH á láni

Farnir:
Arnar Freyr Ólafsson í HK
Charley Fomen
Daði Bergsson í Val (Var á láni)
Danny Schreurs
Edvard Börkur Óttharsson
Hilmar Árni Halldórsson í Stjörnuna
Magnús Már Einarsson í Aftureldingu
Sindri Björnsson í Val á láni

Fyrstu leikir Leiknis R.:
7. maí Leiknir - Þór
14. maí Leiknir - HK
20. maí Selfoss - Leiknir
Athugasemdir
banner
banner
banner