mið 04. maí 2016 16:00
Fótbolti.net
Godsamskipti
Arnar Daði: Ásmundur Arnars. þjálfari Fram að fara yfir listann á nýju leikmönnunum sínum... #Fotboltinet
Arnar Daði: Ásmundur Arnars. þjálfari Fram að fara yfir listann á nýju leikmönnunum sínum... #Fotboltinet
Mynd: Twitter
Hér að neðan má sjá brot af umræðunni á samskiptasíðunni Twitter í boði Vodafone. Með því að fylgja Fótbolta.net á Twitter færðu fréttaveitu þar sem inn rúlla nýjustu fréttirnar úr boltanum.

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir boltaumræðuna á Twitter. Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet



Sævar Pétursson, KA-maður:
Held það sé nokkuð ljóst að Kale verður í liði fyrri umferðarinnar eftir þessi ummæli núna. Hefur alltaf svarað fyrir sig

Hrannar Már, stuðningsmaður Víkings R:
Það væri geggjað ef Óli Kristjáns myndi taka við Randers, sem fyrst bara.

Daníel Rúnarsson, ritstjóri Láttu vaða:
#takkRanders

Helgi Elíasson, fótboltaáhugamaður:
Ert þú samningslaus og í leit að liði? Engar áhyggjur Fram vill fá þig #fotboltinet

Stefán Pálsson, stuðningsmaður Fram:
Brandari minn af herrakvöldi Fram um að við ætluðum að halda úti sérstöku liði bara fyrir útileikina á Austurlandi gæti ræst. #fotboltinet

Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður 365:
Overreaction Monday: ÍBV verður meistari, Þróttur fær ekki stig, Skaginn fellur, Ólsarar í Evrópu, Þórir Guðjóns bætir markametið. #pepsi365

Rúnar G Þorsteinsson, fótboltaáhugamaður:
Er Atletico búið að taka við kyndlinum af Chelsea sem leiðinlegasta lið heims? #fotboltinet

Steinbjörn, fótboltaáhugamaður:
Bayern eru með of marga á síðasta söludegi ekkert rauðvín sem verður betra með árunum - minna frekar á grískt jógúrt frá MS.#fotboltinet

Ástvaldur Tryggvason, fótboltaáhugamaður:
Það er skrifað í skýin að Pellegrini vinni Meistaradeildina. Afhendir Guardiola svo lyklana og klappar honum á skallann. #fotboltinet

Hjörvar Hafliðason, 365:
@astvaldurt það væri mjög sexy. Það væri afskaplega auðvelt að samgleðjast Chile manninum takist honum að landa þessu.

Halldór Marteinsson, fótboltaáhugamaður:
Max Schmeichel er 6 ára á þessu ári. Hlakka til að sjá með hvaða liði hann vinnur ensku úrvalsdeildina árið 2040
#fótboltinet









Athugasemdir
banner
banner
banner
banner