Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. maí 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá fyrirliða og þjálfara í 2. deild: 1. sæti
Grótta
Gróttu er spáð sigri í 2. deild.
Gróttu er spáð sigri í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn (til hægri) tók við Gróttu síðastliðið haust.
Óskar Hrafn (til hægri) tók við Gróttu síðastliðið haust.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gróttumenn fagna marki á undirbúningstímabilinu.
Gróttumenn fagna marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óliver Dagur Thorlacius er í láni frá KR. Við teljum hann einn af lykilmönnunum.
Óliver Dagur Thorlacius er í láni frá KR. Við teljum hann einn af lykilmönnunum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. Grótta, 226 stig
2. Afturelding, 196 stig
3. Vestri, 187 stig
4. Völsungur, 160 stig
5. Leiknir F., 145 stig
6. Kári, 142 stig
7. Þróttur V., 141 stig
8. Huginn, 122 stig
9. Víðir, 103 stig
10. Fjarðabyggð, 86 stig
11. Höttur, 40 stig
12. Tindastóll, 36 stig

1. Grótta
Lokastaða í fyrra: 12. sæti í Inkasso-deildinni
Tímabilið í fyrra var stormasamt hjá Gróttu eftir að hafa komist upp úr 2. deildinni árið áður. Liðið er komið beint aftur í 2. deildina en samkvæmt spánni fara Gróttumenn beint aftur upp og það sannfærandi.

Þjálfarinn: Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við Gróttu af Þórhalli Dan Jóhannssyni. Óskar er Gróttufólki að góðu kunnur en hann hefur þjálfað yngri flokka félagsins síðustu tvö ár við góðan orðstír.

Styrkleikar: Liðið er ungt og efnilegt og að mestu skipað leikmönnum sem Óskar hefur þjálfað áður. Hann þekkir vel inn á þessa stráka og þetta Gróttulið gæti orðið ógnarsterkt í sumar. Undirbúningstímablið hefur verið fantagott. Í Lengjubikarnum endaði liðið í efsta sæti í sínum riðli, vann alla sína leiki og skoraði 21 mark og fékk aðeins á sig fimm mörk. Liðið stóð í Inkasso-deildarliði Selfoss í Mjólkurbikarnum og tapaði í vítaspyrnukeppni. Það er Gróttuhjarta í þessu liði og menn eru tilbúnir að berjast fyrir félagið.

Veikleikar: Þótt liðið sé ungt og efnilegt, þá kemur það upp á móti að reynslan er ekki rosalega mikil. Ef liðið lendir í mótlæti, þá geta skapast vandræði. Liðið vann aðeins einn leik á heimavelli í fyrra og tapaði níu. Ljóst er að Vivaldivöllurinn verður að gefa meira og hann kemur til með að gefa meira. Grótta hefur verið að flakka á mikið á milli deilda síðustu ár. Félagið þarf að fara að finna stöðugleika, hvort sem liðið fari upp í sumar eða ekki.

Lykilmenn: Júlí Karlsson, Sigurvin Reynisson og Sölvi Björnsson.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu:
„Ég held að það komi engum á óvart að okkur er spáð í baráttuna um að komast upp en það kemur mér skemmtilega á óvart að okkur sé spáð svona afgerandi sigri í deildinni. Það sýnir að önnur lið hafa trú á okkar og þeirri vinnu sem við höfum lagt á okkur í vetur og við tökum það með okkur inn í mótið. Það gefur engin stig þegar inn í mótið er komið en ég held að það sé alltaf betra að það séu jákvæðir straumar í kringum liðið."

„Gróttuliðið er ungt, skipað góðum, duglegum, hugrökkum og samviskusömum leikmönnum sem frábært er að vinna með á hverjum degi. Markmiðið er að bæði leikmenn og liðið bæti sig í hverjum leik. Við erum jafnuppteknir af því að þroska og bæta leikmenn á Seltjarnarnesinu eins og að safna stigum. Að því sögðu þá er auðvitað tilgangslaust að mæta í leik til annars en að vinna hann."

Er von á frekari liðsstyrk?

„Við erum mjög ánægðir með hópinn eins og hann er en það er hins vegar þannig að ef það fellur leikmaður af himnum ofan sem passar inn í hugmyndafræðina og getur bætt byrjunarliðið þá skoðum við hann vel og vandlega."

Komnir:
Axel Freyr Harðarson úr Fram
Júlí Karlsson úr KV
Leifur Þorbjarnarson úr KV
Mikael Harðarson úr KR
Óliver Dagur Thorlacius úr KR á láni
Sölvi Björnsson úr KR

Farnir:
Andri Már Hermannsson í Aftureldingu
Andri Þór Magnússon í ÍR
Alexander Kostic í ÍR
Darri Steinn Konráðsson
Enok Eiðsson
Guðmundur Marteinn Hannesson
Ingólfur Sigurðsson í KH
Loic Ondo í Aftureldingu
Stefán Ari Björnsson í Fylki
Terrance William Dieterich í Stjörnuna
Viktor Smári Segatta í Þrótt V.

Fyrstu leikir Gróttu:
5. maí Grótta - Tindastóll (Vivaldivöllurinn)
11. maí Grótta - Þróttur V. (Vivaldivöllurinn)
17. maí Kári - Grótta (Akraneshöllin)
Athugasemdir
banner
banner