Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. maí 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Prófaði að mæta á æfingar og smitaðist
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Arnar lék með Tindastóli í fyrra.
Arnar lék með Tindastóli í fyrra.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
„Þetta er svo fjandi gaman að það veldur manni vandræðum.
„Þetta er svo fjandi gaman að það veldur manni vandræðum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta trónir á toppi 2. deildar karla með fullt hús að loknum þremur umferðum. Á föstudagskvöldið síðasta vann liðið 3-0 útisigur gegn Reyni Sandgerði þar sem Arnar Sigurðsson átti stórleik. Hann skapaði mikið fram á við og skoraði eitt markanna.

„Við vorum ansi þéttir og gáfum fá færi á okkur. Menn voru ansi duglegir þarna fyrir aftan mig í að vinna þá vinnu sem þurfti. Það er bara visst mikið sem maður nær út úr líkamanum á þessum aldri en maður reynir og djöflast," segir Arnar sem er 34 ára.

„Við hikstuðum aðeins í tveimur fyrstu leikjunum en stigin telja. Í leiknum gegn Sindra vorum við næstum því búnir að missa þetta niður en tókum á endanum öll stigin. Það sem skiptir máli er að safna í púkkið. Við stefndum að því að taka fullt hús úr fyrstu leikjunum, það eru margir erfiðir leikir framundan og mikilvægt að hafa nóg í bankanum ef eitthvað skildi koma upp á."

Þetta er svo fjandi gaman
Arnar segir að stefna Gróttu sé að sjálfsögðu að taka þátt í toppbaráttunni og freista þess að fara upp.

„Það er ekki spurning. Það eru allir á þeim buxunum. Stefnan er að sjálfsögðu að fara upp. Maður væri ekki að taka þátt í þessu ef það væri ekki metnaður í gangi."

Arnar gekk í raðir Gróttu í vetur.

„Óli (Ólafur Brynjólfsson þjálfari) hafði samband við mig. Ég er að vinna á ágætis tíma í sumar og ég ákvað að gefa því kannski eitt ár í viðbót að spila fótbolta. Ég ætlaði nú ekki að vera að spila svona ofarlega. Ég prófaði að mæta á æfingar og smitaðist. Það er stemning og gaman á æfingum. Það var ekki hægt að sleppa því að vera með. Þetta er svo fjandi gaman að það veldur manni vandræðum, maður er að reyna að kúpla sig út úr þessu en það gengur ekkert," segir Arnar.

Sjá einnig:
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner