Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fim 04. júní 2015 21:39
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Ástæða fyrir því að þeir starta
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Við getum sagt það að það er ástæða fyrir því að þeir eru að starta þessir gaurar," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið vann 3-1 útisigur gegn 4. deildarliðinu KFG í bikarnum. Varamennirnir Arnþór Ari Atlason og Höskuldur Gunnlaugsson komu inn og sáu til þess að Blikarnir lönduðu sigri.

Kópavogsliðið náði lítið að skapa sér gegn þéttum varnarmúr KFG. Staðan var 1-1 þegar lítið var eftir og þá gerði Arnar tvöfalda skiptingu með tilætluðum árangri.

„Ég er sáttur við að við höfum komist áfram og ég gat gefið mörgum tækifæri. Ákveðnir aðilar stóðu sig vel en aðrir minntu minna á sig," sagði Arnar en hann tefldi nánast fram „varaliði" í kvöld.

„Ég veit að við getum miklu meira. Mér fannst strákarnir of fljótir að pirra sig á vellinum og það var eins og menn hefðu ekki gaman að því að spila. Menn þurfa að njóta sín þegar þeir spila fótbolta."

„Við erum með stóran leikmannahóp og gott að geta hvílt menn. Það er erfiður leikur gegn Leikni á sunnudag. Ég hef séð Leiknismenn í síðustu leikjum og þeir eru með hörkulið."

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner