Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. júní 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Rikki Daða: Þeir tala um Gylfa eins og við tölum um Modric
Icelandair
Gylfi á æfingu fyrir fyrri leikinn gegn Króatíu sem fram fór í Zagreb.
Gylfi á æfingu fyrir fyrri leikinn gegn Króatíu sem fram fór í Zagreb.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Eins og við tölum af virðingu um Modric þá er ég viss um að þeir tali um Gylfa á sama hátt," segir Ríkharður Daðason, fyrrum landsliðsmaður, um skærustu stjörnu íslenska landsliðsins í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson verður í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu í leiknum mikilvæga gegn Króatíu þann 11. júní eftir frábært tímabil persónulega í ensku úrvalsdeildinni.

„Gylfi getur unnið leiki sjálfur, með úrslitasendingu, föstu leikatriði eða marki. Hann lyfti þessu Swansea liði upp og var lykilmaður í að liðið bjargaði sér. Hann fékk verðskuldað lof í bresku pressunni. Hann er að verða betri og betri," segir Ríkharður.

„Það sem mér finnst hvað merkilegast við Gylfa sem leikmann er hvað hann fórnar oft því að láta skína í sitt. Hann er í miklu liðshlutverki hjá landsliðinu. Hann er í erfiðu hlutverki á tveggja manna miðju og það gleymist of hvað hann vinnur mikið í að dekka sendingaleiðir og hlaupa fyrir liðið, bæði varnar og sóknarlega. Hann er algjör lykilmaður fyrir íslenska liðið."

Alfreð með sjálfstraust til að reyna óvænta hluti
Eins og aðrir Íslendingar bíður Ríkharður eftir leiknum gegn Króatíu með mikilli eftirvæntingu. Hann fagnar því að sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason sé búinn að jafna sig af meiðslum.

„Það var vont að missa Alfreð í svona löng meiðsli. Hann var kominn á gott skrið bæði í Þýskalandi og með landsliðinu. Það var gaman að fylgjast með honum, frábær fótboltamaður. Þetta var ekki alveg að detta með honum í landsleikjunum framan af en gaman að sjá þegar hann komst á siglinguna," segir Ríkharður en Alfreð skoraði í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar áður en hann meiddist.

„Alfreð hefur sjálfstraust til að reyna þessa óvæntu hluti. Vonandi er hann í toppstandi og þá gefur hann okkur þá möguleika að þurfa færri færi til að skora."

Viðtalið við Ríkharð má sjá í heild í sjónvarpinu hér að neðan.
Rikki Daða: Heildin miklu sterkari en einstaklingarnir
Athugasemdir
banner
banner
banner