Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. júlí 2015 08:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Daily Mail 
Falcao tekur á sig mikla launalækkun til að fara til Chelsea
Mynd: Getty Images
Radamel Falcao, nýjasti leikmaður Chelsea samþykkti að taka á sig um 50% launalækkun til að ganga til liðs við Chelsea.

Hann átti erfiða tíma hjá Manchester United á síðasta tímabili en þrátt fyrir það þénaði hann um 285 þúsund pund á viku en hann mun fá um 140 þúsund pund í vikulaun hjá Chelsea.

Hann er líklegast fenginn til að vera arftaki Didier Drogba, sem er hættur hjá félaginu og mun því líklega sitja mikið á bekknum.

„Ég er mjög ánægður með að vera að fara til Chelsea og get ekki beðið eftir að byrja að æfa og hjálpa Chelsea að ná markmiðum," segir Falcao.

„Ef ég get hjálpað Falcao að finna sitt gamla form mun ég gera það. Það særir þegar fólk í Englandi talar um að hinn sanni Falcao sé sá sem við sáum hjá Manchester United"
Athugasemdir
banner