lau 04. júlí 2015 21:00
Elvar Geir Magnússon
Fer Birkir Bjarna til Leeds eftir allt saman?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölmiðlar ytra greina frá því að Birkir Bjarnason gæti verið á leið til enska B-deildarliðsins Leeds United.

Allt virtist stefna í að Birkir væri á leið til ítalska A-deildarliðsins Torino en nú segir sagan að Leeds hafi komið með betra tilboð.

Leeds hefur haft áhuga á Birki í nokkurn tíma en hann hafnaði því að ganga í raðir félagsins og ákvað að fara til Torino. Nú er talað um að U-beygja hafi komið upp í málinu.

Leeds er í leit að miðjumanni og vinstri kantmanni en Birkir getur leyst báðar stöður og sagt að enska félagið leggi mikla áherslu á að krækja í hann.

Við munum halda áfram að fylgjast með þessu afar áhugaverða máli.
Athugasemdir
banner
banner
banner