Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. júlí 2015 16:30
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: SkySports | SkySports heimild 2 
Þjálfari Celtic varar sína leikmenn við Stjörnunni
Ronny Deila þjálfar Celtic
Ronny Deila þjálfar Celtic
Mynd: Getty Images
Ronny Deila, þjálfari Celtic, var ósáttur við frammistöðu sinna manna sem töpuðu 5-3 gegn Dukla Prague í æfingaleik í Tékklandi fyrr í dag.

Deila segir að ef liðið spili svona, þá muni það lenda í vandræðum gegn hvaða andstæðing sem er, en liðið á leik við Stjörnuna í Meistaradeildinni þann 15. júlí í Skotlandi og 22. júlí heima.

„Við getum ekki spilað svona, ef við gerum það lendum við í miklum vandræðum hvort sem við spilum gegn Stjörnunni, St. Johnstone eða Barcelona"

„Þetta var gott próf fyrir okkur. Þeir eru með gott lið. Mér fannst þetta ekki góð frammistaða en það er snemmt að dæma núna. Við snerum aftur fyrir fjórum dögum með 60% af liðinu okkar."

„Við höfum góða leikmenn varnarlega, þetta snýst ekki um gæði, við verðum að vera beittari. Við vorum alltaf hálfri sekúndu of seinir. Þetta var svekkjandi að horfa á en þú verður bara að kyngja þessu og hlakka til næstu æfingar og leiks."

Athugasemdir
banner
banner