Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. ágúst 2015 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild: Pepsi draumar KA verða að engu
Björgvin Stefánsson gerði sigurmark Hauka í leiknum.
Björgvin Stefánsson gerði sigurmark Hauka í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar 2 - 1 KA
1-0 Andri Fannar Freysson ('68)
2-0 Björgvin Stefánsson ('79)
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('93)
Skoðaðu skýrslu leiksins

Haukar voru rétt í þessu að leggja KA af velli í 1. deild karla og gerðu þar með Pepsi-drauma Akureyringanna að engu.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill sem og fyrri hluti síðari hálfleiks en síðustu 25 mínútur leiksins voru spennandi og litu þrjú mörk dagsins ljós.

Heimamenn komust yfir eftir klaufagang í vörn KA og bættu öðru marki við tíu mínútum síðar sem gestirnir vildu þó meina að hafi verið rangstöðumark, en aðstoðardómarinn var ekki vel staðsettur þegar sendingin fór af stað.

Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark KA í uppbótartíma með skalla eftir hornspyrnu og lokatölur 2-1 fyrir Hauka í bragðdaufum leik þar sem helsta umtalsefnið er frammistaða Valgeirs Valgeirssonar dómara.

KA er tíu stigum frá Ólafsvíkingum sem eru í öðru sæti þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu, en bæði Fjarðabyggð og Þór eru á milli KA-manna og Víkinganna í deildinni. Haukar eru sem fyrr um miðja deild, tveimur stigum frá KA.
Athugasemdir
banner
banner