Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 04. ágúst 2015 17:00
Fótbolti.net
Spáin fyrir enska - 18. sæti: Bournemouth
Staða á síðasta tímabili: 1. sæti í Championship
Sylvain Distin er mættur til Bournemouth.
Sylvain Distin er mættur til Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe - Maðurinn á bakvið ævintýrið.
Eddie Howe - Maðurinn á bakvið ævintýrið.
Mynd: Getty Images
Matt Ritchie er sprækur kantmaður.
Matt Ritchie er sprækur kantmaður.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst næstkomandi laugardag. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Nýliðum Bouremouth er spáð falli.

Um liðið: Bournemouth hefur á tveimur árum flogið upp í ensku úrvalsdeildina úr ensku C-deildinni. Félagið mun á komandi tímabili leika í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti eftir að hafa unnið Championship deildina í vor.

Stjórinn: Eddie Howe er uppáhald allra í Bournemouth. Harry Redknapp vill sjá hann sem borgarstjóra í Bournemouth og margir vilja láta reisa styttu af honum. Howe var einungis 32 ára þegar hann tók við Bournemouth árið 2009 og hóf uppbyggingu liðsins. Eftir stutt stopp hjá Burnley 2011 og 2012 tók Howe aftur við Bournemouth og hann hefur nú komið liðinu úr C-deildina upp í úrvalsdeildina.

Styrkleikar: Stemningin í kringum Bournemouth liðið er ævintýraleg og mun hjálpa liðinu enda bíða allir spenntir eftir fraumrauninni í úrvalsdeildinni. Bournemouth spilar skemmtilegan sóknarbolta og ætti að geta strítt vörnum andstæðinganna.

Veikleikar: Eru oft í vandræðum þegar kemur að því að verjast fyrirgjöfum og föstum leikatriðum. Eitthvað sem verður að laga fyrir baráttuna á meðal þeirra bestu. Langflestir leikmanna liðsins hafa enga reynslu af því að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Talan: 98
Bournemouth skoraði 98 mörk á síðasta tímabili og sama fjör þarf að vera í sóknarleiknum í vetur.

Lykilmaður: Matt Ritchie
Kantmaðurinn Matt Ritchie skoraði 15 mörk og lagði upp 17 á síðasta tímabili. Var látinn fara frá Portsmouth árið 2011 en hefur sannað sig síðan þá og tryggt sér sæti í skoska landsliðinu.

Undirbúningstímabilið:
Philadelphia Union 1 - 4 Bournemouth
Exeter 1 - 3 Bournemouth
Nantes 0 - 0 Bournemouth
Yeovil Town 0 - 3 Bournemouth
Hoffenheim 0 - 0 Bournemouth

Komnir:
Lee Tomlin frá Middlesbrough
Max Gredel frá St Etienne
Artur Boruc frá Southampton
Sylvain Distin frá Everton
Adam Federici frá Reading
Joshua King fra Blackburn Rovers
Tyrone Ming frá Ipswich Town
Christian Atsu á láni frá Chelsea
Filippo Costa á láni frá Chievo

Farnir:
Mohamed Coulibaly til Racing Santander
Ian Harte

Þrír fyrstu leikir: Aston Villa (H), Liverpool (Ú), West Ham (Ú).

Þeir sem spáðu: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Björgvin Stefán Pétursson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Magnús Már Einarsson, Stefán Haukur.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. Bournemouth 34 stig
19. Norwich 27 stig
20. Watford 23 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner