þri 04. ágúst 2015 15:00
Fótbolti.net
Spáin fyrir enska - 19. sæti: Norwich
Lokastaða síðast: 3. sæti í Championship
Cameron Jerome er aðal framherji Norwich.
Cameron Jerome er aðal framherji Norwich.
Mynd: Getty Images
Alex Neal - Yngsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni.
Alex Neal - Yngsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Nathan Redmond gæti sprungið út.
Nathan Redmond gæti sprungið út.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst næstkomandi laugardag. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Nýliðum Norwich er spáð neðsta sætinu.

Um liðið: Þegar Neil Adams hætti sem stjóri Norwich í janúar var liðið í frjálsu falli og virtist vera að fjarlægjast baráttuna um úrvalsdeildarsæti. Alex Neil tók þá við liðinu og skilaði því í þriðja sæti í Championship deildinni. Sigur á Middlesbrough í umspilinu á Wembley kom Norwich síðan aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir eitt ár niðri.

Stjórinn: Alex Neil
Yngsti stjóri deildarinnar, 31 árs. Neil var atvinnumaður í neðri deildunum á Englandi áður en hann gekk til liðs við skoska félagið Hamilton Academical árið 2005. Árið 2013 tók hann við sem spilandi knattspyrnustjóri og náði aðdáunarverðum árangri og kom liðinu upp í úrvalsdeildina. Neil náði að heilla forráðamenn Norwich sem tóku sénsinn og réðu hann sem stjóra í byrjun árs. Síðan þá hefur Norwich bara tapað þremur fótboltaleikjum.

Styrkleikar:
Cameron Jerome, Nathan Redmond, Bradley Johnson og Gary Hooper voru allir duglegir við að skora á síðasta tímabili. Redmond er strákur sem gæti sprungið út á þessu tímabili. Neal er spennandi stjóri sem hefur náð því allra besta úr Norwich liðinu.

Veikleikar:
Norwich hefur krækt í nokkra leikmenn í sumar en betur má ef duga skal því bilið á milli Championship deildarinnar og ensku úrvalsdeildarinnar er mikið. Heimavöllurinn skilaði færri sigrum en útileikirnir í fyrra. Carrow Road þarf að verða meiri gryfja.

Talan: 13
Mörk skoruð á síðustu tíu mínútunum í leikjum á síðasta tímabili.

Lykilmaður: Cameron Jerome
Jerome skoraði 21 mark í 45 leikjum með Norwich á síðasta tímabili og þar á meðal bæði mörkin í úrslitaleik umspilsins gegn Middlesbrough. Sýndi ágætis takta með Stoke í úrvalsdeildinni á sínum tíma og fær nú tækifæri til að verða stór fiskur í lítilli tjörn hjá Norwich.

Undirbúningstímabilið:
Gorleston 0 - 7 Norwich
Hitchin Town 0 -10 Norwich
Cambridge City 1 - 3 Norwich
Maccabi Haifa 1 - 0 Norwich
Augsburg 1 - 2 Norwich
Norwich 1 - 0 West Ham
Norwich 2 - 1 Brentford

Komnir:
Andre Wisdom frá Liverpool á láni
Graham Dorrans frá WBA
Jake Kean frá Blackburn
Robbie Brady frá Hull
Youssouf Mulumbu frá WBA

Farnir:
Mark Bunn til Aston Villa
Carlos Cuéllar
Luciano Becchio til Belgrano
Javier Garrido

Þrír fyrstu leikir: Crystal Palace (H), Sunderland (Ú), Stoke (H)

Þeir sem spáðu: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Björgvin Stefán Pétursson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Magnús Már Einarsson, Stefán Haukur.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. Norwich 27 stig
20. Watford 23 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner