Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. ágúst 2015 13:00
Fótbolti.net
Spáin fyrir enska - 20. sæti: Watford
Lokastaða síðast: 2. sæti í Championship
Gomes er í markinu hjá Watford.
Gomes er í markinu hjá Watford.
Mynd: Getty Images
Quique Sanchez Flores tók við Watford í sumar.
Quique Sanchez Flores tók við Watford í sumar.
Mynd: Getty Images
Deeney á að skora mörkin.
Deeney á að skora mörkin.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst næstkomandi laugardag. Í vikunni kynnum við liðin í deidlinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Nýliðum Watford er spáð neðsta sætinu.

Um liðið:
Watford endaði í 2. sæti í ensku Championship deildinni á síðasta tímabili og sigldi örugglega upp í úrvalsdeildina. Pozzo fjölskyldan frá Ítalíu hefur eytt talsverðum fjárhæðum í Watford undanfarin ár og þá hefur skilað sér í úrvalsdeildarsæti í fyrsta skipti síðan árið 2007.

Stjórinn: Quique Sanchez Flores
Þrátt fyrir frábæran árangur á síðasta tímabili þá var Slavisa Jokanovic rekinn í vor. Quique Sanchez Flores var ráðinn í hans stað en hann þjálfaði síðast Getafe í heimalandi sínu Spáin. Flores talar góða ensku og Pozzo fjölskyldan ákvað að leita til hans. Flores var á sínum tíma spænskur landsliðsmaður en sem þjálfari hefur hann meðal annars stýrt Valencia, Benfica og Atletico Madrid.

Styrkleikar:
Watford var ekki í vandræðum með að skora mörk á síðasta tímabili og þeir Troy Deeney, Odion Ighalo og Matej Vydra geta allir skorað. Watford menn voru öflugir í föstum leikatriðum á síðasta tímabili bæði sóknar og varnarlega en ekkert lið í Championship deildinni skoraði fleiri mörk úr föstum leikatriðum.

Veikleikar:
Leikmannahópurinn er einfaldalega ekki nógu góður. Miklar breytingar hafa einnig orðið á hópnum hjá Watford og fáir af nýju leikmönnunum hafa einhverja reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Talan: 27
Watford komst 27 yfir í leikjum á síðasta tímabili og tapaði engum þeirra.

Lykilmaður: Heurelho Gomes
Brasilíski markvörðurinn var kominn í frystikistuna hjá Tottenham en náði að minna á sig með frábærri frammistöðu hjá Watford á síðasta tímabili. "Kolkrabbinn" er einn af fáum leikmönnum Watford með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og það verður nóg að gera hjá honum í vetur.

Undirbúningstímabilið:
AFC Wimbledon 2 - 2 Watford
Verl 1 - 4 Watford
Paderborn 0 - 2 Watford
Dundee United 0 - 1 Watford
Cardiff 2 - 1 Watford
Watford 0 - 1 Sevilla

Komnir:
Juanfran frá Real Betis
Giedrius Arlauskis frá Steaua Búkarest
Sebastian Prödl frá Werder Bremen
Matej Vydra frá Udinese
Jose Holebas frá Toma
Etienne Capoue frá Tottenham
Valon Behrami frá Hamburg
Alan Nyom frá Udinese
Miguel Britos frá Napoli
Jose Maunel Jurado frá Spartak Moskvu
Steven Berghuis frá AZ Alkmaar

Farnir:
Marco Motta
Jonathan Bond til Reading
Lewis McGugan til Sheffield Wednesday

Þrír fyrstu leikir: Everton (Ú), WBA (H), Southampton (H)

Þeir sem spáðu: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Björgvin Stefán Pétursson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Magnús Már Einarsson, Stefán Haukur.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. ?
18. ?
19. ?
20. Watford 23 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner