Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. ágúst 2015 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Ajax úr leik eftir tap á heimavelli
Kolbeinn Sigþórsson er ekki lengur leikmaður Ajax og kom því ekki við sögu í kvöld.
Kolbeinn Sigþórsson er ekki lengur leikmaður Ajax og kom því ekki við sögu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Ajax 2 - 3 Rapid Vín (4-5 samanlagt)
0-1 R. Beric ('12)
0-2 L. Schaub ('39)
1-2 A. Milik ('53)
2-2 N. Gudelj ('75)
2-3 L. Schaub ('77)

Austurríska félagið Rapid frá Vínarborg er búið að slá hollenska stórveldið Ajax úr undankeppni Meistaradeildarinnar.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri viðureigninni í Austurríki þar sem Ajax var tveimur mörkum yfir í hálfleik en missti forystuna niður.

Í kvöld komust gestirnir frá Vínarborg tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en heimamenn jöfnuðu í síðari hálfleik, áður en Louis Schaub gerði sitt annað mark og innsiglaði örlög Hollendinganna.

Rapid Vín átti aðeins þrjú skot á rammann í leiknum og nýtti þau til fulls.
Athugasemdir
banner
banner