Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 04. ágúst 2015 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Mihajlovic: Þetta er ekki dans - Tæklingar partur af leiknum
Mihajlovic var leikmaður Inter fyrir tíu árum en stýrir nú erkifjendunum í Milan.
Mihajlovic var leikmaður Inter fyrir tíu árum en stýrir nú erkifjendunum í Milan.
Mynd: Getty Images
Bayern München lagði AC Milan af velli með þremur mörkum gegn engu í Audi bikarnum, sem er haldinn á öðru hverju ári á Allianz Arena, heimavelli Bayern.

Nigel de Jong, hollenskur miðjumaður Milan, er þekktur fyrir að vera grófur og það tók hann aðeins tuttugu mínútur að meiða Joshua Kimmich, tvítugan miðjumann Bayern, með harkalegri tæklingu.

Pep Guardiola, þjálfari Bayern, var mjög ósáttur með tæklinguna og hraunaði yfir De Jong þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.

Sinisa Mihajlovic, þjálfari Milan, segir að það sé leiðinlegt að missa menn í meiðsli í vináttuleikjum en tæklingar séu einfaldlega partur af leiknum.

„Ég sá ekki tæklinguna en það er alltaf leiðinlegt að missa menn í meiðsli í æfingaleikjum," sagði Mihajlovic eftir leikinn.

„Fótbolti er ekki dans og tæklingar og brot eru partur af leiknum. Þess vegna er varla hægt að kalla svona leiki vináttuleiki.

„Allavega, þá var þessi leikur algjör einstefna því að andstæðingarnir okkar voru ótrúlega sterkir á meðan við lögðum ekki nóg á okkur. Við verðum að bæta okkur og erum að vinna í því."

Athugasemdir
banner
banner
banner