Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fim 04. september 2014 20:37
Alexander Freyr Tamimi
Garðar Gunnlaugs: Held ég sé þriðji elstur í hópnum
Garðar skoraði fyrir ÍA í kvöld.
Garðar skoraði fyrir ÍA í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA, var að vonum ánægður með að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í kvöld með 2-0 sigri gegn KV.

,,Þetta er ljúft. Þetta var markmiðið okkar í dag, að tryggja sætið okkar þó við eigum tvo leiki eftir. Við vissum að það væri miklu betra að klára þetta í dag og við gerðum það. Við gáfum aðeins eftir og það kom smá værukærð í okkur eftir mörkin, en það er fínt að klára þetta," sagði Garðar við Fótbolta.net eftir sigurinn í kvöld.

Garðar er ánægður með karakterinn hjá liðinu og að það hafi komist upp byggt að stóru leiti á heimamönnum frá Skaganum.

,,Það er sterkt að byggja þetta á heimamönnum, ungum strákum. Ég held að ég sé þriðji elstur í hópnum, ekki nema 31 árs. Það er nokkuð gott." sagði Garðar, sem segir að nú sé markmiðið að vinna deildina.

,,Ég held að það sé næsta markmið hjá okkur að taka fyrsta sætið."
Athugasemdir
banner