Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
   fim 04. september 2014 20:21
Alexander Freyr Tamimi
Gulli Jóns: Ég dáist að þessum strákum
Gulli Jóns og hans menn eru komnir í Pepsi.
Gulli Jóns og hans menn eru komnir í Pepsi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 2-0 sigri gegn KV í kvöld.

Þeir Jón Vilhelm Ákason og Garðar Gunnlaugsson sáu um að tryggja Skagamönnum stigin þrjú á gervigrasinu í Laugardal og snúa þeir aftur í Pepsi-deildina eftir árs veru í 1. deild.

,,Það er frábært að gera þetta þegar tvær umferðir eru eftir. Ég er náttúrulega bara í skýjunum með þetta," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net.

,,Það var algjört markmið í dag að klára þetta hér. Við áttum þann séns með að með sigri hér í dag myndum við tryggja Pepsi-deildarsæti og það var það sem við stefndum að."

,,Ég byrjaði að þjálfa árið 2009 og markmiðið var alltaf að taka einhvern tíma við Akranesi. Ég fékk tækifærið síðasta haust og markmiðið var strax að komast upp, og það tókst."

,,Ég dáist bara að þessum strákum. Þeir voru virkilega brotnir að fara niður og nett lemstraðir framan af vetri, en við náðum að búa til góða liðsheild. Við lentum í áföllum en náðum alltaf að koma til baka."

Athugasemdir