Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fim 04. september 2014 20:21
Alexander Freyr Tamimi
Gulli Jóns: Ég dáist að þessum strákum
Gulli Jóns og hans menn eru komnir í Pepsi.
Gulli Jóns og hans menn eru komnir í Pepsi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 2-0 sigri gegn KV í kvöld.

Þeir Jón Vilhelm Ákason og Garðar Gunnlaugsson sáu um að tryggja Skagamönnum stigin þrjú á gervigrasinu í Laugardal og snúa þeir aftur í Pepsi-deildina eftir árs veru í 1. deild.

,,Það er frábært að gera þetta þegar tvær umferðir eru eftir. Ég er náttúrulega bara í skýjunum með þetta," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net.

,,Það var algjört markmið í dag að klára þetta hér. Við áttum þann séns með að með sigri hér í dag myndum við tryggja Pepsi-deildarsæti og það var það sem við stefndum að."

,,Ég byrjaði að þjálfa árið 2009 og markmiðið var alltaf að taka einhvern tíma við Akranesi. Ég fékk tækifærið síðasta haust og markmiðið var strax að komast upp, og það tókst."

,,Ég dáist bara að þessum strákum. Þeir voru virkilega brotnir að fara niður og nett lemstraðir framan af vetri, en við náðum að búa til góða liðsheild. Við lentum í áföllum en náðum alltaf að koma til baka."

Athugasemdir
banner