Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   fim 04. september 2014 20:21
Alexander Freyr Tamimi
Gulli Jóns: Ég dáist að þessum strákum
Gulli Jóns og hans menn eru komnir í Pepsi.
Gulli Jóns og hans menn eru komnir í Pepsi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var að vonum ánægður eftir að hans menn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 2-0 sigri gegn KV í kvöld.

Þeir Jón Vilhelm Ákason og Garðar Gunnlaugsson sáu um að tryggja Skagamönnum stigin þrjú á gervigrasinu í Laugardal og snúa þeir aftur í Pepsi-deildina eftir árs veru í 1. deild.

,,Það er frábært að gera þetta þegar tvær umferðir eru eftir. Ég er náttúrulega bara í skýjunum með þetta," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net.

,,Það var algjört markmið í dag að klára þetta hér. Við áttum þann séns með að með sigri hér í dag myndum við tryggja Pepsi-deildarsæti og það var það sem við stefndum að."

,,Ég byrjaði að þjálfa árið 2009 og markmiðið var alltaf að taka einhvern tíma við Akranesi. Ég fékk tækifærið síðasta haust og markmiðið var strax að komast upp, og það tókst."

,,Ég dáist bara að þessum strákum. Þeir voru virkilega brotnir að fara niður og nett lemstraðir framan af vetri, en við náðum að búa til góða liðsheild. Við lentum í áföllum en náðum alltaf að koma til baka."

Athugasemdir
banner