Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fim 04. september 2014 20:34
Alexander Freyr Tamimi
Hjörtur Hjartar: Er ekki nógu góður fyrir úrvalsdeildina
Hjörtur hjálpaði Skaganum upp í Pepsi deildina.
Hjörtur hjálpaði Skaganum upp í Pepsi deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hjartarson, framherji ÍA, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 2-0 sigri gegn KV á gervigrasinu í Laugardal í kvöld.

,,Þetta var fyrsti sénsinn okkar til að loka þessu, og við vissum svosum að við ættum tvo leiki í viðbót ef við næðum því ekki í dag, en við erum ánægðir að hafa lokað þessu núna og nú einbeitum við okkur að toppsætinu," sagði Hjörtur við Fótbolta.net.

Hjörtur hefur komist þrisvar upp í Pepsi deildina á örfáum árum, tvisvar með Skaganum og einu sinni með Víkingi. 1. deildarlið hljóta að vilja borga honum fúlgur til að hann geti tryggt þau upp um deild?

,,Ég veit nú ekki hvort að nærvera mín í sumar hafi gert útslagið, en ég tel mig þó hafa lagt eitthvað af mörkum. En ég efast nú um að það séu mörg lið sem eru tilbúin að henda einhverjum peningum í gamla manninn," sagði hann léttur.

Hjörtur telur helst til ólíklegt að hann spili með Skagamönnum í Pepsi-deildinni að ári.

,,Það eru fimm ár síðan ég spilaði síðast í úrvalsdeildinni og þá var ég nú orðinn heldur gamall til að spila þar, ég veit nú ekki hversu frískur ég yrði í henni núna. Ég verð fertugur eftir nokkrar vikur. En mér líður ágætlega, skrokkurinn er í fínu lagi, ég held ég sé bara ekki nógu góður til að spila í úrvalsdeildinni, burt sé frá aldri," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner