Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fim 04. september 2014 20:34
Alexander Freyr Tamimi
Hjörtur Hjartar: Er ekki nógu góður fyrir úrvalsdeildina
Hjörtur hjálpaði Skaganum upp í Pepsi deildina.
Hjörtur hjálpaði Skaganum upp í Pepsi deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hjartarson, framherji ÍA, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári með 2-0 sigri gegn KV á gervigrasinu í Laugardal í kvöld.

,,Þetta var fyrsti sénsinn okkar til að loka þessu, og við vissum svosum að við ættum tvo leiki í viðbót ef við næðum því ekki í dag, en við erum ánægðir að hafa lokað þessu núna og nú einbeitum við okkur að toppsætinu," sagði Hjörtur við Fótbolta.net.

Hjörtur hefur komist þrisvar upp í Pepsi deildina á örfáum árum, tvisvar með Skaganum og einu sinni með Víkingi. 1. deildarlið hljóta að vilja borga honum fúlgur til að hann geti tryggt þau upp um deild?

,,Ég veit nú ekki hvort að nærvera mín í sumar hafi gert útslagið, en ég tel mig þó hafa lagt eitthvað af mörkum. En ég efast nú um að það séu mörg lið sem eru tilbúin að henda einhverjum peningum í gamla manninn," sagði hann léttur.

Hjörtur telur helst til ólíklegt að hann spili með Skagamönnum í Pepsi-deildinni að ári.

,,Það eru fimm ár síðan ég spilaði síðast í úrvalsdeildinni og þá var ég nú orðinn heldur gamall til að spila þar, ég veit nú ekki hversu frískur ég yrði í henni núna. Ég verð fertugur eftir nokkrar vikur. En mér líður ágætlega, skrokkurinn er í fínu lagi, ég held ég sé bara ekki nógu góður til að spila í úrvalsdeildinni, burt sé frá aldri," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner