fös 04. september 2015 19:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Tvö lið í Pepsi-deildinni sýnt áhuga
Leikmaður 19. umferðar - Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Hrvoje Tokic.
Hrvoje Tokic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tokic í leik gegn Þór á dögunum.
Tokic í leik gegn Þór á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég á eftir að muna þetta allt mitt líf. Þetta var stórkostlegt," sagði króatíski framherjinn Hrvoje Tokic við Fótbolta.net í dag.

Tokic skoraði fernu þegar Víkingur Ólafsvík sigraði Grindavík 7-2 í 19. umferðinni í 1. deildinni í vikunni og tryggði sér um leið sæti í Pepsi-deildinni. Hann er leikmaður 19. umferðar í 1. deildinni og um leið leikmaður umferðarinnar í annað skipti í röð.

Tokic hefur reynst happafengur fyrir Ólafsvíkinga en hann hefur skorað tólf mörk í sjö leikjum síðan hann kom í júlí.

„Ég spilaði líka bara 20 mínútur í fyrsta leiknum. Síðan þá hef ég spilað sex heila leiki og skorað tólf mörk. Ég er mjög ánægður með það."

Önnur félög hafa sýnt áhuga
Frábær frammistaða Tokic hefur ekki farið framhjá öðrum félögum. „Það hafa mörg félög sýnt mér áhuga og þar á meðal tvö félög í Pepsi-deildinni," sagði Tokic en hann vill vera áfram hjá Víkingi.

„Þeir hafa ekkert rætt við mig. Ég veit ekki af hverju. Ég veit ekki hvað gerist. Ég er mjög ánægður hér og vil tala við Víking fyrst. Mér líður vel hér og vil gefa þeim tækifæri á að ræða fyrst við mig."

Mikið í pizzunum
Íbúar í Ólafsvík hafa tekið eftir því að Hrvoje er duglegur að borða pizzu á veitingastaðnum Hrauninum.

„Ég er ekki mikill pizza aðdáandi en á matseðlinum á Hrauninu er bara fiskur, pizza og hamborgarar Ég borða ekki fisk svo ég er meira í pizzu eða hamborgurum því ég kann ekki að elda sjálfur," sagði Tokic léttur.

Víkingur Ólafsvík fær KA í heimsókn í 1. deildinni á morgun en síðarnefnda liðið er í harðri baráttu við Þrótt um sæti í Pepsi-deildinni að ári.

„Auðvitað viljum við halda áfram að vinna. Við erum 3-4 leikmenn sem höfum verið að glíma við veikindi og ég er einn af þeim eins og heyrist kannski á röddinni minni. Við erum ekki 100% klárir í dag en við sjáum til á morgun, þá er nýr dagur og við getum verið betri. Við munum fara af 100% krafti í leikinn því að við erum að spila fyrir okkur og erum ekki að hugsa um önnur lið. Við hugsum um okkur," sagði Tokic að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Orri Gunnarsson (Fram)
Leikmaður 2. umferðar - Dion Acuff (Þróttur)
Leikmaður 3. umferðar - Oddur Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 4. umferðar - Pétur Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
Leikmaður 5. umferðar - Trausti Sigurbjörnsson (Þróttur)
Leikmaður 6. umferðar - Ingþór Björgvinsson (Selfoss)
Leikmaður 7. umferðar - Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 8. umferðar - Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Leikmaður 9. umferðar - Karl Brynjar Björnsson (Þróttur)
Leikmaður 10. umferðar - Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Jóhannsson (Haukar)
Leikmaður 12. umferðar - Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Leikmaður 13. umferðar - Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leikmaður 14. umferðar - Jóhann Helgi Hannesson (Þór)
Leikmaður 15. umferðar - William Dominguez da Silva (Víkingur Ó.)
Leikmaður 16. umferðar - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Leikmaður 17. umferðar - Jóhann Helgason (KA)
Leikmaður 18. umferðar - Hrvoje Tokic (Víkingur Ólafsvík)
Athugasemdir
banner
banner
banner