Heimild: X977

Eins og allir vita getur Ísland tryggt sér sæti í lokakeppni EM næsta sunnudag ef liðið tapar ekki gegn Kasakstan á Laugardalsvelli.
Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu FM 97,7 í morgun og þar kom til umræðu hvort ekki ætti að hafa frídag á mánudag ef þessi risastóri áfangi er tryggður eftir leikinn gegn Kasökum.
Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu FM 97,7 í morgun og þar kom til umræðu hvort ekki ætti að hafa frídag á mánudag ef þessi risastóri áfangi er tryggður eftir leikinn gegn Kasökum.
„Þetta verður sögulegur viðburður," sagði Máni Pétursson og Frosti Logason varpaði þá fram þessari spurningu:
„Er það ekki ábyrgðarlaust af íslenska ríkinu að gefa ekki frí á mánudag?"
Máni tók undir það.
„Auðvitað finnst mér það. Það á að hafa alla veitingastaði opna til þrjú um nóttina og gefa frí á mánudag. Það ætti að vera málið ef þetta verður niðurstaðan. Það er skandall ef það er ekki opið þá til allavega þrjú um nóttina. Þetta gerist allstaðar úti í heimi, fólk fer út á göturnar og það verður brjálað partí," sagði Máni.
Spjall Frosta og Mána við Elvar má heyra í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir