Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
   fös 04. september 2015 19:30
Alexander Freyr Tamimi
Hjörtur Hermanns: Engin ástæða til að vera hræddur
Hjörtur Hermannsson er kominn með góða reynslu með U21 landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur.
Hjörtur Hermannsson er kominn með góða reynslu með U21 landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hjörtur Hermannsson, varnarmaður PSV og íslenska U21 landsliðsins, er spenntur fyrir stórleiknum gegn Frakklandi í undankeppni EM 2017.

Ísland byrjaði undankeppnina með glæstum 3-0 sigri gegn Makedóníu en mætir nú stjörnum prýddu liði Frakklands klukkan 14:00 á morgun á Kópavogsvelli.

„Við erum búnir að eiga góðar æfingar saman fram að þessu og erum bara spenntir fyrir komandi verkefni. Við komum fullir sjálfstrausts í þennan leik og ætlum að ná í góð úrslit," sagði Hjörtur við Fótbolta.net.

„Strákarnir í A-landsliðinu eru búnir að sýna það og margir eins og ég sjálfur eru komnir með þrjá leiki gegn Frökkum og hafa ekki ennþá tapað. Það er engin ástæða til þess að vera hræddur við þessa stráka, við höfum spilað við þá áður og ekki tapað og við ætlum að halda því áfram, jafnvel gera ennþá betur."

Hjörtur lenti í löngum og erfiðum meiðslum á síðasta tímabili og var frá í marga mánuði. Hann er hins vegar allur að koma til.

„Ég er allur kominn til baka, ég er búinn að æfa í tvo mánuði af kappi og er kominn með nokkra leiki í lappirnar, en er ekki ennþá kominn með 90 mínúturnar. Við stefnum kannski á að ná því hérna, ég er í toppstandi og mér líður vel," sagði Hjörtur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner