Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 04. september 2015 17:14
Magnús Már Einarsson
Klappað fyrir landsliðinu í Leifsstöð
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið kom til Íslands í dag eftir frækinn 1-0 sigur á Hollandi í gær.

Við tekur undirbúningur fyrir leikinn gegn Kasakstan á Laugardalsvelli á sunnudag en stig þar tryggir sæti á EM í Frakklandi.

Leikmenn Íslands fengu góðar móttökur í Leifsstöð í dag en klappað var fyrir þeim.

„Klappað fyrir landsliðinu er þeir löbbuðu í gegnum Leifsstöð. Þeir léttir en einbeittir fyrir leiknum á sunnudaginn," sagði Magnús Sigurbjörnsson stuðningsmaður landsliðsins á Twitter í dag.

Leikurinn gegn Kasakstan fer fram klukkan 18:45 á sunnudag. Löngu uppselt er á leikinn en í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á morgun verða fjórir miðar gefnir til hlustenda.
Athugasemdir
banner
banner