Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 04. september 2015 01:21
Alexander Freyr Tamimi
Össur Skarphéðins vill fá Lagerback á Bessastaði
Icelandair
Mun Lars skella sér í forsetaframboð?
Mun Lars skella sér í forsetaframboð?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var einn fjölmargra Íslendinga sem voru kampakátir yfir 1-0 útisigrinum gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Ísland vann magnaðan sigur á Amsterdam Arena þökk sé marki frá Gylfa Þór Sigurðssyni úr vítaspyrnu og er liðið nú nánast komið með báða fætur í lokakeppnina í Frakklandi.

Össur, sem var utanríkisráðherra árin 2009 til 2013, lét pólitíska skoðun sína í ljós á Facebook eftir landsleikinn og er hann á því að landsliðsþjálfarinn Lars Lagerback eigi að vera næsti forseti íslenska lýðveldisins.

„Ótrúlegt! - Útisigur á Hollendingum! - Lagerbäck á Bessastaði!!“ skrifaði kampakátur Össur á Facebook að leik loknum.

Hvort hægt verði að plata Lagerback til að taka upp íslenskan ríkisborgararétt og bjóða sig fram til forseta verður ósagt látið, en ljóst er að Svíinn er gríðarlega vinsæll meðal Íslendinga og nánast kominn í guðatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner