Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 04. september 2015 19:14
Alexander Freyr Tamimi
Skál fyrir Sigga Dúllu
Icelandair
Siggi Dúlla var að sjálfsögðu í Hollandi.
Siggi Dúlla var að sjálfsögðu í Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Íslenska knattspyrnulandsliðið er við það að komast á sitt fyrsta stórmót í sögunni. Með sigri gegn Kasakstan á Laugardalsvelli á sunnudag er þátttökurétturinn á EM 2016 í Frakklandi tryggður, en strákarnir okkar unnu frábæran 1-0 útisigur gegn Hollandi í gærkvöldi.

Landsliðsmennirnir hafa skiljanlega fengið mikið hrós og sömuleiðis landsliðsþjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson. Þó má ekki gleyma því að á bakvið liðið og árangur þess eru fjölmargir aðrir einstaklingar sem eru minna í sviðsljósinu: læknar, sjúkraþjálfarar, kokkar og fjölmargir aðrir starfsmenn sem gegna hinum ýmsu hlutverkum.

Einn þessara manna er Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi Dúlla. Hann er búningastjóri landsliðsins og sér einnig um önnur verkefni. Hann passar að leikmenn fái að drekka á æfingum og margt fleira.

Siggi Dúlla er gífurlega vinsæll meðal landsliðsmannanna og fótboltaáhugamanna um land allt og Víking Ölgerð hefur nú birt skemmtilegt myndband þar sem honum er hrósað fyrir framtak sitt til landsliðsins. Á endanum er svo skálað fyrir Sigga Dúllu. Hægt er að sjá myndbandið hér að neðan eða með því að smella hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner