Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 04. september 2015 20:44
Arnar Geir Halldórsson
Undankeppni EM: Markalaust í Köben - Þýskaland lagði Pólland
Götze var á skotskónum í kvöld
Götze var á skotskónum í kvöld
Mynd: Getty Images
Robbie Keane skoraði tvö
Robbie Keane skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Í kvöld var leikið í þrem riðlum í undankeppni EM í Frakklandi árið 2016.

Í D-riðli fóru Skotar illa að ráði sínu í Georgíu. Írland vann Gíbraltar aðeins með fjórum mörkum á meðan heimsmeistarar Þýskalands unnu sterkan sigur á Póllandi á heimavelli.

Vandræði Grikkja halda áfram en liðið er enn án sigurs eftir tap gegn Finnlandi á heimavelli í kvöld. Færeyingar töpuðu fyrir N-Írum en Ungverjaland og Rúmenía gerðu markalaust jafntefli.

Danir gerðu sömuleiðis markalaust jafntefli á Parken þar sem Albanir voru í heimsókn. Liðin eru því enn jöfn að stigum í 2.-3.sæti. Serbía vann Armeníu í uppgjöri botnliðanna.

Úrslit og markaskorarar kvöldsins.

D-riðill

Georgía 1-0 Skotland
1-0 Valeri Kazaishvili (´38)

Þýskaland 3-1 Pólland
1-0 Thomas Muller (´12)
2-0 Mario Götze (´19)
2-1 Robert Lewandowski (´37)
3-1 Mario Götze (´84)

Gíbraltar 0-4 Írland
0-1 Cyrus Christie (´27)
0-2 Robbie Keane ('49
0-3 Robbie Keane, víti (´51)
0-4 Shane Long (´79)

F-riðill

Ungverjaland 0-0 Rúmenía

Færeyjar 1-3 Norður-Írland
0-1 Gareth McAuley (´12)
1-1 Joan Simun Edmundsson (´36)
1-2 Gareth McAuley (´71)
1-3 Kyle Lafferty (´75)
Rautt spjald:Joan Simun Edmundsson, Færeyjar (´65)

Grikkland 0-1 Finnland
0-1 Joel Pohjanpalo (´75)

I-riðill

Danmörk 0-0 Albanía

Serbía 2-0 Armenía
1-0 Sjálfsmark (´22)
2-0 Adem Ljajic (´54)
Athugasemdir
banner
banner
banner