Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. september 2015 19:00
Fótbolti.net
Úrvalslið 19. umferðar í 1. deild - Þrír Ólsarar
Mummi er í liðinu.
Mummi er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Elfar Árni skoraði tvö gegn HK.
Elfar Árni skoraði tvö gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur Ólafsvík tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í vikunni með 7-2 sigri á Grindavík. Guðmundur Reynir Gunnarsson, Björn Pálsson og Hrvoje Tokic áttu allir góðan dag þar og þeir eru í úrvalsliði umferðarinnar.

Milos Ivankovic og Bjarni Mark Antonsson voru í stuði þegar Fjarðabyggð lagði Þrótt og þeir Björgvin Stefánsson og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson áttu stóran þátt í sigri Hauka á Selfyssingum.

KA skaust upp í 2. sætið með sigri á HK en Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk þar og Josip Serdarusic eitt. Árni Freyr Ásgeirsson varði vítaspyrnu í tapi Gróttu gegn Þór en þar var Jónas Björgvin Sigurbergsson bestur hjá gestunum.


Úrvalslið 19. umferðar:
Árni Freyr Ásgeirsson (Grótta)

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Milos Ivankovic (Fjarðabyggð)
Guðmundur Reynir Gunnarsson (Víkingur Ó.)

Josip Serdarusic (KA)
Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór)
Bjarni Mark Antonsson (Fjarðabyggð)
Björn Pálsson (Víkingur Ó.)

Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Björgvin Stefánsson (Haukar)

Sjá einnig:
Fyrri úrvalslið
Athugasemdir
banner
banner