Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. september 2015 14:40
Arnar Geir Halldórsson
Wales í sömu stöðu og Ísland - Bale spenntur
Aaron Ramsey og Gareth Bale
Aaron Ramsey og Gareth Bale
Mynd: Getty Images
Wales getur tryggt sér farseðil á EM í Frakklandi næstkomandi sunnudag líkt og strákarnir okkar í íslenska landsliðinu.

Aldrei áður hefur Wales komist í lokakeppni EM en árið 1958 tók landið þátt í lokakeppni HM í Svíþjóð.

Stærsta stjarna liðsins, Gareth Bale, hefur reynst liðinu mikilvægur í undankeppninni en hann er búinn að skora sex af níu mörkum liðsins. Hann reyndist hetja liðsins á Kýpur í gærkvöldi þar sem hann skoraði eina mark leiksins á 82.mínútu.

„Við höfum aldrei gert þetta áður svo þetta verður örugglega erfitt. Við erum einbeitir og vitum hvað við þurfum að gera. Vonandi tekst okkur það á sunnudaginn".

„Ef okkur tekst þetta er þetta okkar stærsta afrek. Ef við komumst á mótið er það ótrúlegur áfangi. Ekki bara fyrir okkur heldur alla þjóðina og fótboltann í landinu".


Wales fær Ísrael í heimsókn til Cardiff á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner