Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 04. september 2017 20:43
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Björg: Ekki leiðinlegt að skora þrjú mörk
Kvenaboltinn
Berglind Björg skoraði þrennu í annað sinn í sumar
Berglind Björg skoraði þrennu í annað sinn í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður sigur í dag. Við mættum og börðumst frá fyrstu mínútu og alveg til enda. Það skilaði þremur stigum,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Það er hægt að segja að við höfum bara byrjað þetta í seinni hálfleik,“ sagði Berglind Björg en hún skoraði öll þrjú mörk Blika sem öll komu í síðari hálfleik. Þetta var í annað skipti í sumar sem framherjinn öflugi skorar þrennu.

„Það er ekki leiðinlegt að skora þrjú mörk,“ sagði Berglind Björg sem er komin með 13 mörk í deildinni eins og þær Cloé Lacasse og Katrín Ásbjörns. Aðspurð segist hún ætla að reyna að setja pressu á markahæsta leikmann deildarinnar, Söndru Mayor, í síðustu umferðum.

Breiðablik er 5 stigum á eftir toppliði Þórs/KA og líkurnar á að norðankonur klári ekki dæmið eru nánast engar. Blikar eru hinsvegar í lykilstöðu til að hirða 2. sætið og ætla sér það.

„Við ætlum bara að halda áfram og vinna síðustu tvo leikina. Þá endum við í 2. sæti,“ sagði Berglind Björg að lokum en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner