Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 04. september 2017 20:43
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Björg: Ekki leiðinlegt að skora þrjú mörk
Kvenaboltinn
Berglind Björg skoraði þrennu í annað sinn í sumar
Berglind Björg skoraði þrennu í annað sinn í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður sigur í dag. Við mættum og börðumst frá fyrstu mínútu og alveg til enda. Það skilaði þremur stigum,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Það er hægt að segja að við höfum bara byrjað þetta í seinni hálfleik,“ sagði Berglind Björg en hún skoraði öll þrjú mörk Blika sem öll komu í síðari hálfleik. Þetta var í annað skipti í sumar sem framherjinn öflugi skorar þrennu.

„Það er ekki leiðinlegt að skora þrjú mörk,“ sagði Berglind Björg sem er komin með 13 mörk í deildinni eins og þær Cloé Lacasse og Katrín Ásbjörns. Aðspurð segist hún ætla að reyna að setja pressu á markahæsta leikmann deildarinnar, Söndru Mayor, í síðustu umferðum.

Breiðablik er 5 stigum á eftir toppliði Þórs/KA og líkurnar á að norðankonur klári ekki dæmið eru nánast engar. Blikar eru hinsvegar í lykilstöðu til að hirða 2. sætið og ætla sér það.

„Við ætlum bara að halda áfram og vinna síðustu tvo leikina. Þá endum við í 2. sæti,“ sagði Berglind Björg að lokum en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir