Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 04. október 2015 12:43
Arnar Geir Halldórsson
Advocaat hættur með Sunderland (Staðfest)
Hættur
Hættur
Mynd: Getty Images
Dick Advocaat hefur sagt starfi sínu sem knattspyrnustjóri Sunderland lausu en þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.

Advocaat tók við Sunderland þegar liðið var í erfiðri stöðu á síðustu leiktíð og tókst að halda þeim uppi í úrvalsdeildinni.

„Ég vil þakka öllum sem stóðu við bakið á mér. Þetta er mjög sérstakt fótboltafélag og hér starfar frábært fólk en mér finnst þetta vera rétti tíminn til að fara, ekki fyrir mig heldur fyrir félagið," sagði Advocaat í tilkynningunni.

„Ég tek þessa ákvörðun að fara eftir átta leiki þar sem mér finnst mikilvægt að nýr maður fái tíma til að laga hlutina. Ég er þakklátur öllum fyrir að hafa skilning á minni afstöðu og ég skil við félagið í góðu," sagði Advocaat einnig.

Sunderland er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu en liðið gerði 2-2 jafntefli við West Ham í síðasta leik Advocaat í gær.

Aðstoðarmaður Advocaat, Zeljko Petrovic, hefur einnig yfirgefið félagið en Sam Allardyce hefur verið orðaður við stjórastöðuna á Leikvangi ljóssins.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner