sun 04. október 2015 14:49
Arnar Geir Halldórsson
Byrjunarlið Bayern og Dortmund: Reus á bekknum
Heldur Lewandowski uppteknum hætti?
Heldur Lewandowski uppteknum hætti?
Mynd: Getty Images
Það er risaleikur í þýska boltanum í dag þegar tvö bestu lið Bundesligunnar mætast á Allianz Arena í Munchen klukkan 15:30.

Bæjarar hafa fullt hús stiga eftir sjö umferðir en Dortmund er með fjórum stigum minna í 2.sæti.

Hinn sjóðheiti Robert Lewandowski er að sjálfsögðu í fremstu víglínu Pep Guardiola og mætir þar með sínum gömlu félögum, líkt og Mario Götze.

Hinn skotfljóti Pierre-Emerick Aubameyang leiðir sóknarlínu Dortmund en Marco Reus og Adnan Januzaj verða að gera sér sæti á varamannabekknum að góðu.

Byrjunarlið Bayern Munchen: Neuer; Lahm, Boateng, Martinez, Alaba; Alonso, Thiago Alcantara, Gotze; Muller, Douglas Costa, Lewandowski.

Byrjunarlið Dortmund: Bürki; Piszczek, Hummels, Bender, Sokratis; Gündogan, Weigl; Castro, Kagawa, Mkhitaryan; Aubameyang.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner