sun 04. október 2015 21:31
Alexander Freyr Tamimi
Ekki betur mætt á leiki Pepsi-deildarinnar frá 2011
Mætingin var best í Krikanum.
Mætingin var best í Krikanum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Alls mættu 146.138 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á keppnistímabilinu sem lauk um helgina, en þetta kemur fram á vefsíðu KSÍ.

Þetta gera 1.107 áhorfendur að meðaltali á hvern leik en flestir mættu á leik FH og Breiðabliks, eða 2.843 talsins. Það var líka heimavöllur nýkrýndra Íslandsmeistara, Kaplakrikavöllur, sem var með bestu meðaltalsaðsóknina, 1.925 áhorfendur.

Þetta er besta meðaltalsaðsókn síðan árið 2011 en þá mættu 1.122 áhorfendur á leikina að meðaltali.

Flestir áhorfendur mættu á leiki fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla að þessu sinni en þá komu 10.305 áhorfendur á leikina sex. Fæstir mættu á leiki lokaumferðarinnar eða 3.131 talsins, enda var að engu að keppa í þeirri umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner