Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. október 2015 16:52
Arnar Geir Halldórsson
England: Arsenal valtaði yfir Man Utd - Jafnt í Wales
Alexis Sanchez var of góður fyrir Man Utd í dag
Alexis Sanchez var of góður fyrir Man Utd í dag
Mynd: Getty Images
Eriksen setti líka tvö
Eriksen setti líka tvö
Mynd: Getty Images
Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með Man Utd þegar liðin mættust á Emirates leikvangnum í London í dag en á sama tíma áttust Swansea og Tottenham við á Liberty leikvangnum í Wales.

Úrslitin voru svo gott sem ráðin eftir tuttugu mínútna leik á Emirates en þá var staðan orðin 3-0 fyrir Arsenal og vonleysið algjört hjá gestunum.

Alexis Sanchez gerði fyrsta mark leiksins með hælspyrnu og Mesut Özil tvöfaldaði forystuna nokkrum sekúndum síðar. Sanchez skoraði svo með góðu skoti á 19.mínútu.

Anthony Martial var einna líflegastur í liði Man Utd en hann komst tvisvar sinnum nálægt því að minnka muninn. Petr Cech sá við Frakkanum unga í bæði skiptin og verðskuldaður sigur Arsenal staðreynd.

Arsenal er því komið með jafnmörg stig og Man Utd í 2.-3. sæti deildarinnar.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Swansea gegn sínum gömlu félögum í Tottenham en var tekinn af velli á 75.mínútu. Swansea komust tvisvar sinnum yfir í leiknum en Christian Eriksen var í hörkustuði hjá gestunum og svaraði af bragði. Lokatölur 2-2.

Tottenham í áttunda sæti en Swansea með þrem stigum minna í ellefta sæti.

Arsenal 3 - 0 Manchester Utd
1-0 Alexis Sanchez ('6 )
2-0 Mesut Ozil ('7 )
3-0 Alexis Sanchez ('19 )

Swansea 2 - 2 Tottenham
1-0 Andre Ayew ('16 )
1-1 Christian Eriksen ('27 )
2-1 Harry Kane ('31 , sjálfsmark)
2-2 Christian Eriksen ('65 )
Athugasemdir
banner
banner
banner