Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2015 18:13
Alexander Freyr Tamimi
Fimm menn sem gætu tekið við Liverpool af Rodgers
Rodgers er horfinn á braut.
Rodgers er horfinn á braut.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Liverpool í dag eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool keypti fjölmarga leikmenn í sumar eftir mikil vonbrigði á síðustu leiktíð en liðið hefur þó alls ekki byrjað þetta tímabil vel. Tveir 1-0 sigrar í upphafi móts og jafntefli gegn Arsenal gáfu jákvæð merki en síðan þá hefur spilamennskan ekki verið upp á marga fiska frekar en úrslitin.

Niðurstaðan er sú að Rodgers fékk að fjúka og að sjálfsögðu eru strax farnar af stað getgátur um það hver gæti orðið arftaki hans á Anfield.

The Mirror tók saman fimm knattspyrnustjóra sem eru hvað líklegastir til að taka við stjórnartaumunum á Anfield.
Athugasemdir
banner
banner