Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. október 2015 12:28
Arnar Geir Halldórsson
Ítalía: Sassuolo tapaði loks leik - Big Mac á skotskónum
Big Mac batt endi á góða byrjun Sassuolo
Big Mac batt endi á góða byrjun Sassuolo
Mynd: Getty Images
Empoli 1 - 0 Sassuolo
1-0 Massimo Maccarone ('88 )

Fyrsta leik dagsins í ítalska boltanum lauk nú rétt í þessu þegar leikur Empoli og Sassuolo fékk dramatískan endi.

Sassuolo var fyrir leikinn í dag eina taplausa lið Serie A en liðið lék án sinnar skærustu stjörnu, Domenico Berardi.

Það leit allt út fyrir að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli en undir lokin tókst gamla brýninu Massimo Maccarone að skora sigurmarkið og binda enda á góða byrjun Sassuolo í deildinni.

Maccarone, sem gengur jafnan undir viðurnefninu Big Mac, er enn í fullu fjöri en þessi 36 ára gamli framherji gerði garðinn frægan með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2002-2007.

Þetta var annar sigur Empoli á tímabilinu og skaust liðið þar með upp í 13.sæti. Sassuolo er í 5.sæti en gæti fallið neðar í töfluna eftir leiki dagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner