Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 04. október 2015 11:20
Arnar Geir Halldórsson
Martinez: Miklum peningum verið eytt í Liverpool liðið
Tekst þessum loksins að leggja Liverpool af velli?
Tekst þessum loksins að leggja Liverpool af velli?
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, stjóri Everton, lagði mikla áherslu á að undirbúa sitt lið vel fyrir grannaslaginn gegn Liverpool á Goodison Park í dag.

„Þetta snýst um hversu góðir við verðum. Þetta snýst um hversu vel við byrjum leikinn, hvernig okkur tekst að halda út í 90 mínútur og hversu vel við getum nýtt okkur að vera á heimavelli," sagði Martinez.

Liverpool er í 10.sæti deildarinnar með ellefu stig en Everton hefur einu stigi meira í 7.sæti. Martinez hefur aldrei tekist að vinna þennan grannaslag síðan hann tók við Everton árið 2013.

„Við berum virðingu fyrir andstæðingnum og vitum að við erum að mæta liði með mikla reynslu. Liði sem hefur verið eytt miklum peningum í."

„Að öðru leyti snýst þetta bara um hversu góðir við verðum og að við mætum rétt undirbúnir til leiks," sagði Martinez.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner