Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2015 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramires nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Chelsea
Ramires hér í baráttu við Jack Colback
Ramires hér í baráttu við Jack Colback
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn, Ramires, er við það að skrifa undir nýjan samning við Chelsea, en frá þessu greinir portúgalska dagblaðið, O Jogo.

Nýji samningurinn, sem verður tilkynntur á næstu dögum, mun gilda til ársins 2019.

Ramires gekk til liðs við Chelsea árið 2010 frá Benfica, en hann lék þar áður með Joinville og Cruziero í Brasilíu.

Síðan hann gekk til liðs við Chelsea hefur hann leikið 151 leik og skorað í þeim 18 mörk og mun því líklega núna bæta við þann fjölda.
Athugasemdir
banner
banner