Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2015 16:20
Arnar Geir Halldórsson
Svíþjóð: Arna Sif spilaði í stórsigri
Arna Sif var í eldlínunni í dag
Arna Sif var í eldlínunni í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gautaborg 5-1 AIK
0-1 J. Kemppi (´9)
1-1 M. Melis (´31)
2-1 M. Sjöberg (´39)
3-1 E. Rubensson (´42)
4-1 A. Engman (´75)
5-1 M. Melis (´90)

Arna Sif Ásgrímsdóttir lék allan leikinn fyrir Gautaborg þegar liðið lagði botnlið AIK af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

AIK hefur aðeins fengið tvö stig úr tuttugu leikjum á tímabilinu en þær komust óvænt yfir eftir níu mínútna leik í dag.

Það tók Gautaborg hálftíma að brjóta varnarmúr AIK á bak aftur en í kjölfarið opnuðust flóðgáttir og vann Gautaborg að lokum 5-1 sigur.

Gautaborg er í 5.sæti deildarinnar með 32 stig þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner